VALMYND ×

Saga skólans

Leikskólinn Sólborg var tekinn í notkun 1 febrúar 1998. Þá voru sameinaðir tveir leikskólar Hlíðarskjól og Skólaskjól.  Arkitekt leikskólans er Elísabet Gunnarsdóttir og landlagsarkitekt Áslaug Traustadóttir. Verktakar voru Eiríkur og Einar Valur hf.

Á leikskólanum eru fjórar deildir og eru þær aldursskiptar þ.e. tvær yngri og tvær eldri.  Deildarnar heita eftir gömlum staðarnöfnum hér á Ísafirði þ.e. Bót, Dokka, Naust og Krókur.  Boðið er upp á sveigjanlega vistun fyrir börn á aldrinum 1-6 ára og geta 82 börn dvalið í húsinu samtímis.

Vegna skorts á leikskólaplássi á Ísafirði á árunum 2013-2015 var deild starfrækt frá Sólborg á efrihæð Sundhallarhúsnæði bæjarinns, voru þar fimmára börn frá Eyrarskjóli og Sólborg sameinuð á deild sem kölluð var Eyrarsól. 

17. janúar 2017 opnaði ný fimmáradeild í húsnæði Tónlistaskóla Ísafjarðar, þar sem fimm ára börn bæði frá Eyraskjóli og frá Sólborg sameinuðust. Þessi ráðstöfun var gerð til að mæta sveiflum á þörf á leikskólaplássum á Ísafirði, sem er mjög misjöfn eftir árgöngum. Þessi deild heitir Tangi með skírskotun í Norðurtangan og gömul staðarnöfn hér á Ísafirði eins og aðrar deildir í leikskólanm Sólborg. 

 

« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31