VALMYND ×

Fréttir

Þemastarfið á Tanga skólaárið 2017/2018

Þá er nýtt skólaár hafið hjá okkur, og það fyrsta sem byrjar að hausti. Við vinnum eftir könnunaraðferðini og hefur leikskólinn Sólborg valið þemað UMHVERFI. Hver hópur finnur svo sínar áherslur með því að gera hugmyndavef og svo kostningu um áhugaverðasta verkefnið. Allir hópar eru með hópatíma inni og útinámsdaga þar sem unnið er að verkefnum tengt þemanu, auk þess sem við flettum inn öllum námsþáttum. Auk þess fara hópar aðrahverja viku í íþróttahús og svo jóga vikurnar á móti.

Áherslur hópana á Tanga eru:

Guli - Hafið , fjöllin og ruslið

Rauði - Bátar og hafnir

Græni - Náttúran eftir árstíðum

Blái - Litir í náttúruni

 

Gestadagur

Föstudaginn 10.mars er gestadagur hjá okkur á Tanga og öllum öðrum deildum á Sólborg.  Börnin mega bjóða gestum að koma í heimsókn, þau munu bjóða uppá söng, myndasýningu, sýna deildina sína og svo bjóða uppá kaffi og léttar veitingar.

Dagskráin hefst kl 14:30 á Tanga og kl.15:00 á Sólborg

Hlökkum til að sjá ykkur

Þemastarfið á Tanga

Hér koma fréttir af þemastarfinu okkar á Tanga en Sólborg er að vinna með þemað Ísafjörður bærinn minn og síðan hafa allir hópar á öllum deildum unnið nánara þema út frá könnunaraðferðinni.

Við hér á tanga erum öll komin vel á veg með okkar þemu, við gerðum okkur vef, hvað vitum við um Ísafjörð. Við skoðuðum nærumhverfi og þætti sem komu fram í vefnum. Við höfðum lýðræðislega könnun um val á því sem við vildum vinna nánar með. Þetta þema vinnum við svo með bæði í hópastarfinu inni og í útináminu. Í Skíðavikunni verður svo sýning á verkefnunum.

Guli hópur valdi að vinna með hafnir, bátar og fjöll í Skutulsfirði

Rauði hópur tekur fyrir stjórnsýsluhúsið

Græni hópur er að vinna með styttur bæjarins

Blái hópur er að kynna sér Tónlistaskólann

Allt eru þetta spennandi en ólík verkefni, en við erum öll að vinna þetta með hætti könnunaraðferðarinnar.

« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31