VALMYND ×

Starfsemi foreldrafélagsins

Lög Foreldrafélags Sólborgar.

1 gr. Félagið heitir Foreldrafélag Sólborgar. 

2 gr. Félagar eru foreldrar eða forráðamenn barna á leikskólanum Sólborg. 

3 gr. Markmið foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna, meðal annars með því að vinna að:

a.  auka samvinnu foreldra og starfsfólks.

b.  auka samvinnu foreldra innbyrðis um starfsemi og aðbúnað leikskólans. 

c.  leggja hagsmunum barna lið bæði innan leikskólans og út á við.

4 gr. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi.  Gjaldið rennur í sjóð sem stendur straum af kostnaði við starfsemi félagsins.  Gjaldið greiðist tvisvar á ári.

5 gr.  Kosning til stjórnar skal fara fram á aðalfundi.  Stefnt skal að því að hver deild leikskólans eigi að minnsta kosti einn fulltrúa í stjórninni.  Auk þess skal starfsfólk kjósa sér einn fulltrúa til setu í henni, þannig að samtals skipi stjórn eigi færri en sjö fulltrúa.

6 gr. Félagsmenn skulu móta leiðir að markmiðum félagsins á aðalfundi.  Bókfæra skal allar ákvarðanir.

7 gr.  Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess.  Val verkefna og vinnu stjórnarmanna og annarra félagsmanna skal vera innan ramma markmiða félagsins og að því marki sem ákvarðana aðalfundar nýtur við,skal eftir þeim starfað.  Stjórnin kemur svo oft saman sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en ársfjórðungslega.

8 gr. Aðalfund skal halda á tímabilinu 15 sept. til 1 nóv. ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu með minnst viku fyrirvara.

9 gr. Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi þrem dögum fyrir auglýstan fund.  lagabreytinga ná því aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði. 

10 gr. Fundir stjórnar eru opnir öllum félagsmönnum.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31