VALMYND ×

Jóga í Sólborg

Jóga fyrir börn

Jóga er alhliða lífsspeki sem stuðlar að tengingu líkama og hugar. Að viðhalda meðfæddum liðleika, byggja upp styrk og auka sveigjanleika, jafnvægi og einbeitingu, er aðal áhersla jógastundanna okkar, auk þess að stuðla að spennulosun og innri ró. Þegar börn fara í jógastöður þurfa þau að staldra við, beita líkama sinn aga og um leið stjórna huganum og einbeitingu. Þegar unnið er með jóga í leikskólastarfinu er lögð áhersla á að börnin hafi af því gleði og ánægju eins og í öðru leikskólastafi. Æfingarnar eru fléttaðar inn í leiki, sögur og söngva. þeim búin umgjörð sem börnunum þykir áhugaverð og skírskotar til reynsluheims þeirra.

Öndun

Í jóga eru öndunaræfingar mikilvægur þáttur í öllu ferlinu. Í jóga með börnunum er fyrst og fremst markmiðið að viðhalda meðfæddri, djúpri öndun. Það er gert í gegnum léttar öndunaræfingar og með því að fá börnin til að veita öndun sinni athygli. Slíkt leggur grunn að því að þau geti síðar beitt önduninni sem tæki til að ná ró í líkama og sál.

Snerting

Unnið er á markvissan hátt með snertingu í jóganu þar sem talið er að snerting er ein af frumþörfum okkar og er nauðsynlegur þáttur í þroska barna. Vinsamleg snerting er talin hafa áhrif á öryggistilfinningu barna, tilfinningatengsl og tilfinningaþroska, auk þess sem hún leggur grunn að heilbrigðum samskiptum síðar meir og dregur úr streitu. Öll snerting er á forsendum barnanna, lögð er áhersla á að börnin læri að setja sér mörk og virða þau mörk sem aðrir setja. Börnin læra að gefa og þiggja og að virða tilfinningar og þarfir hvers annars. Með því að vinna með snertingu getur aukið sjálfstraust, sjálfsaga, samkennd og  skapað meira og betar traustá milli barnanna.

Slökun

Í jóga með börnunum er lögð áhersla á að vinna með slökun til að draga úr spennu og stuðla að betra andlegu jafnvægi og sjálfsstjórn. Slökunaræfingarnar stuðla einnig að því að börnin læri að fylgjast með eigin líðan og hugsunum.

« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31