VALMYND ×

Könnunarverkefni vetrarins

Kveikjan á verkefninu var hjá okkur kennurum, þar sem 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar var í sumar og gaf okkur þá hugmynd að skoða bæinn okkar betur og sjá og sýna hvernig hann er í barnsaugum.

Með þessu verkefni viljum við vekja athygli á barnamenningu Ísafjarðar, þar sem barn getur opnað augu okkar fullorðnu á nýja hátt, því það sér aðra hluti og á annan hátt en við fullorðnu.

Svo viljum við einnig skapa meira traust, samkennd og virðingu milli kynslóða og efla tilfinningu barnsins fyrir því að það tilheyri og sé hluti af samfélagi.

Markmiðið er að hafa sýninguna í Páskavikunni, 4. - 19. apríl ca.

Tilgangur verkefnisins er að efla tengsl og samkennd, langar okkur að fá fyrirtæki, verslanir og stofnanir hér á Ísafirði í lið með okkur til að sýna bæjarbúum, gestum og gangandi hvernig bærinn okkar er í barns augum.

Börn og starfsfólk munu semja bréf eða hafa samband við fyrirtæki eða stofnanir, til að leita að upplýsingum um viðkomandi stofnun/fyrirtæki, fá að koma í heimsókn og til upplifa og kanna í samræmi við aldur og þroska þeirra. Þar getið þið foreldrar til dæmis verið tengiliðir!

Allir í leikskólanum ganga út frá sömu yfirmarkmiðunum. Það er að beina sjónum að menningu barnsins og að því hvernig  barnsaugað sér samfélagið sitt. Markmið okkar er einnig efla tilfinningu barnsins fyrir því að tilheyra og vera hluti af samfélagi. t.d.

Að vera meðvitað um rætur sínar.

Að vekja athygli barna og kennara á umhverfi sinu.

Að vekja athygli barna og kennara á hvað fer fram í bænum þeirra.

Að vekja athygli samfélagsins á hæfileikum og færni leikskólabarna.

Að auka samkennd bæjarbúa.

Að vekja athygli annarra á því sem er að gerast í bænum okkar ofl. 

 

 

 

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31