VALMYND ×

Fréttir

Kynning á skólapúlsinum

Könnunin er gerð fyrir foreldra barna á öllum deildum leikskólans. Búnir eru til þátttökukóðar úr lista sem skólinn sendir inn í kerfið í febrúar. Í þeim tilfellum þar sem tvö netföng eru skráð á foreldra er spurningalistanum skipt í tvennt og helmingur listans sendur á sitt hvort netfangið. Öðru hvoru foreldrinu eða báðum í sameiningu er þó frjálst að svara báðum hlutunum. Niðurstöður hvers aldurshóps eru birtar með samanburði við landsmeðaltal í byrjun apríl svo lengi sem 80% svarhlutfalli hefur verið náð. á heimasíðu Skólapúlsins er farið yfir í 5 skrefum hvað þarf að gera til að taka þátt í foreldrakönnuninni.

Könnunin er framkvæmd í mars ár hvert.

Efni kannana er endurskoðað árlega að vori á samráðsfundi með notendum kerfisins. Hægt er að taka könnunina á íslensku, ensku og pólsku. Um 20 mínútur tekur að svara könnuninni ef einungis annað foreldrið er skráð með tölvupóstfang hjá skólanum en um 10 mínútur ef báðir foreldrar eru skráðir með tölvupóstfang.

Sjá nánar á skolapulisnn.is

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31