VALMYND ×

Stærðfræði í leikskólanum

Leikskólagangan er mikilvægur grunnur og stór hluti af þroska- og lærdómsferli barna. Það skiptir öllu máli að börnum líði vel í leikskólanum.

Á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning og hugarfarsbreyting um mikilvægi fjölbreyttra náms- og uppeldisþátta eins og notkun á stærðfræði innan leikskóla og augu fólks hafa opnast fyrir því hvað nemendur eru móttækilegir fyrir undrum stærðfræðinnar einnig að hún sé sett fram á hvetjandi og skiljanlegan hátt þar sem myndræn framsetning gegnir mikilvægu hlutverki í leikskólauppeldi og námi.

Stærðfræði er að finna alls staðar í leikskólastarfinu eins og t.d í fataklefanum, við matarborðið. Hún er samofin hinum ýmsu námsþáttum sem unnið er samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla. Þó stærðfræðin tengist mikið daglegu starfi, notum við einnig ýmis kennslugögn til stærðfræðikennslu sem eru ýmist keypt eða heimatilbúin. Eins og Numicom, Einingarkubbar, Lego, Segulkubbar og ýmis spil og fleira.

Markmið með stærðfræði í leikskólanum er að kynna fyrir og þróa talna- og hugtakaskilning barnanna. Tengja formlegu stærðfræðina saman við þá stærðfræði sem við notum í daglegu lífi. Það er að segja efla vitund barna um að stærðfræðin er alls staðar í kringum okkur en ekki einskorðuð við námsgreinina stærðfræði.

« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30