VALMYND ×

Gullrillur gefa gönguskíði

Hversu krúttlegt verður að horfa á eftir hópi 5 ára barna ganga um fallega bæinn okkar á gönguskíðum? Því verður svarað innan mjög fárra daga. 
Það var sannkölluð gleðistund hjá börnum á Tanga í  dag. Þegar hópur kvenna " Gullrillurnar" gáfu Tanga fimmára deild Sólborgar, 16 gönguskíði og skó. Gönguskíðin gátu þær keypt eftir að hafa selt bæjarbúum og gestum sushi, með stuðningi frá fyrirtækjum og velunnerum gönguskíða íþróttarinnar hér í bæ, Craft sport, Articfish, Borea Adventures og Hótel Ísafirði.

Börn og starfsfólk munu nota skíðin í útinámi og af og til í vali. Bæði úti við Tanga og einnig á gamla sjúkrahústúninu.

Leikskólinn þakkar kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf, við vonum að sem flestir fái að njóta á komandi vetrum.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30