VALMYND ×

Atburðir

Dagur Íslenskra tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.  Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.


Alsnjóa eftir Jónas Hallgrímsson

Eilífur snjór í augu mín
út og suður og vestur skín,
samur og samur inn og austur,
einstaklingur, vertu nú hraustur!

Dauðinn er hreinn og hvítur snjór,
hjartavörðurinn gengur rór
og stendur sig á blæju breiðri,
býr þar nú undir jörð í heiðri.

Víst er þér, móðir, annt um oss.
aumingja jörð með þungan kross
ber sig það allt í ljósi lita,
lífið og dauðann, kulda og hita.

Alþjóða Bangsadagurinn 27. október 2017

í Dag 27. október er alþjóðlegur bangsadagur. Þennan dag fæddist Theodore (Teddy) Roosvelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Hér í sólborg og á Tanga ætlum við að taka þátt í þessum degi og mega því allir koma með bangsa , ætlum við að gera okkur glaðan dag með bangsunum okkar, syngja um bangsa og lesa og skoðaðar bækur um bangsa.

27th of October is International Teddy Bear Day. This day Theodore (Teddy) Roosvelt former U.S. president was born. Solborg is going to participate and all the children can bring a teddy bear to school, if they want to. We will play whit them and have fun, sing about teddy and read checked books on teddy bear.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31