VALMYND ×

Þemastarfið á Tanga

Hér koma fréttir af þemastarfinu okkar á Tanga en Sólborg er að vinna með þemað Ísafjörður bærinn minn og síðan hafa allir hópar á öllum deildum unnið nánara þema út frá könnunaraðferðinni.

Við hér á tanga erum öll komin vel á veg með okkar þemu, við gerðum okkur vef, hvað vitum við um Ísafjörð. Við skoðuðum nærumhverfi og þætti sem komu fram í vefnum. Við höfðum lýðræðislega könnun um val á því sem við vildum vinna nánar með. Þetta þema vinnum við svo með bæði í hópastarfinu inni og í útináminu. Í Skíðavikunni verður svo sýning á verkefnunum.

Guli hópur valdi að vinna með hafnir, bátar og fjöll í Skutulsfirði

Rauði hópur tekur fyrir stjórnsýsluhúsið

Græni hópur er að vinna með styttur bæjarins

Blái hópur er að kynna sér Tónlistaskólann

Allt eru þetta spennandi en ólík verkefni, en við erum öll að vinna þetta með hætti könnunaraðferðarinnar.

« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30